Sveigjanleg að þínum þörfum.

Hugmyndin að Grunni kviknaði út frá einfaldri spurningu

Af hverju þarf þetta alltaf að vera svona flókið?

Í gegnum árin sáum við sömu sögu endurtaka sig: Fyrirtæki og stofnanir vildu veita betri stafræna þjónustu – leyfa viðskiptavinum að skoða reikninga, viðskiptayfirlit og aðrar upplýsingar á einum stað. En til að komast þangað þurfti að fara í gegnum langt og kostnaðarsamt ferli með vefstofum eða hugbúnaðarfyrirtækjum, þar sem allt var byggt frá grunni.

Við hugsuðum… Hvað ef það væri til lausn sem væri tilbúin til notkunar en samt sveigjanleg og í stíl við hvert fyrirtæki?

Þannig varð Grunnur til

Grunnur er þjónustuveita sem gerir þér kleift að koma upp öflugri, öruggri og fallegri sjálfsafgreiðslusíðu fyrir þína viðskiptavini á mjög stuttum tíma.

Við tengjumst helstu kerfum, bjóðum upp á margar innskráningarleiðir og látum útlitið passa við þitt vörumerki. Og allt þetta með reglulegum uppfærslum og án flókins þróunarferlis.

Margvíslegar auðkenningarleiðir

Við bjóðum upp á fjölbreyttar leiðir til auðkenningar með beinni tengingu við prókúruhafa fyrirtækja.

Aðgangsstýring

Innbyggð notenda- og fyrirtækjastjórnun með sérsniðnum aðgangsréttindum.

Einingakerfi

Auðvelt að aðlaga þjónustuvefinn að vörumerki þíns fyrirtækis með tilbúinni skel.

Tengingar

Búið er að smíða teningar við öll helstu bókhalds- og viðskiptakerfi, uppsetning er leikur einn.

Við viljum einfalda lífið

Með Grunnur færðu lausn sem virkar strax, sparar tíma og lækkar kostnað. Þjónustuveita sem einfaldlega gerir það sem hún á að gera án þess að flækja málin.

Bókaðu kynningu

Taktu stuttan kynningarfund með okkur fyrir nánari upplýsingar.

hallo@norda.is

Suðurlandsbraut 10, fjórða hæð

108 Reykjavík

Grunnur er í eigu

Bókaðu kynningu

Taktu stuttan kynningarfund með okkur fyrir nánari upplýsingar.

hallo@norda.is

Suðurlandsbraut 10, fjórða hæð

108 Reykjavík

Grunnur er í eigu